
Bassi hljálpaði mömmu sinni að kaupa nýja myndavél. Eftirfarandi mynd af Bassa og Sunnefu er fyrsta myndin sem ég tók á nýju Nikon myndavélina mína.
Sunnudagurinn var tekinn snemma með flugi til Amsterdam og svo seinni partinn áleiðis til Panama City. Það flug eru tæpir 11 tímar en gekk vonum framar. Fín þjónusta og góðar bíómyndir í tækinu. Við vorum þó orðin ansi slæpt þegar við komum inn á El Panama Hotel en þá var kl. tvö eftir miðnætti á dönskum tíma. Þar fengum við svítu sem Birki fannst ekki leiðinlegt að prófa - fannst synd að stoppa svona stutt á svona fínu hóteli :-)
Síðasta flugið var til Changuinola. Það átti að vera um hálf sjö á mánudagsmorguninn en við fengum að vita af 2-3 tíma seinkun þegar við komum á flugvöllinn. Flugvélin var lítil rella sem tók aðeins 20 farþega. Við vorum öll spurð um þyngd því það var eitthvað tvísýnt um hversu mikill farangur kæmist með vélinni. Eitthvað hefur meðalþyngdin verið í þyngra lagi því aðeins helmingurinn af farangrinum komst með. Eftir á að hyggja var það líka smá "scary" að við vorum spurð um nafn og símanúmer nánasta ættingja (next of kin) við innritun í flugið :-)

Við Birkir lent heilu og höldnu í Changuinola.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli