þriðjudagur, 30. júní 2009

Vinnumenn, vinnukonur og strákar

Ég fer daglega út á vinnusvæði til að fylgjast með framkvæmdum. Þar eru vinnumenn sem ég stundum tek myndir af.


Þessi flokkur var til dæmis að malbika og þótti mjög gaman að tekin væri mynd af þeim.

Þessa vinnukonu rakst ég á fyrir utan aðalskrifstofuna í öllum herklæðum; með hjálm, öryggisgleraugu og að sjálfsögðu í öryggisskóm. Það er brottrekstrarsök að vera ekki í öryggisklæðum eða að aka hraðar en 40 km/klst á vinnusvæðinum. Þessi vinnukona gerir ekkert slíkt en hún var á leiðinni út á vinnusvæði á "site visit".

Þennan hóp stráka rakst ég líka á í dag. Þeim fannst líka mikið til koma að fá að vera á mynd og ekki síðra að fá að skoða hana á eftir myndatökunni.
Þeir hlógu mikið strákarnir þó það sjáist ekki á þessari mynd

1 ummæli:

  1. Hæ Panamas.
    Það er gaman að sjá þetta og mér finnst "vinnu- konan" flottust!
    Kveðja, Gígja.

    SvaraEyða