Í dag stóðum við upp fyrir haus í garðvinnu. Það er heilmikið mál að fá venjulegan garð til að dafna sem hljómar undarlega þegar litið er til gróðursins sem vex hér allt um kring. Til að gras geti lifað þarf að grafa smá áveituskurði í lóðirnar til að veita rigningarvatninu í burtu. Það er líka mikill leir í jarðveginum sem garðplöntur þrífast illa í. Því er algengt að fólk hafi plöntur í pottum helst í skjóli fyrir rigningunni á veröndinni. Við fengum gefins nokkrar slíkar frá fólki sem var að fara heim og máttum líka taka plöntur úr garðinum þeirra. Við sóttum því mold og gróðursettum í potta en nokkrar plöntur fóru beint í garðinn. Þrjár plöntur sóttum við í skóginn hér fyrir neðan en þar fundum við meðal annars „Iðnu Lísu“ sem er vinsælt stofublóm á íslenskum heimilum.
sunnudagur, 28. júní 2009
Stutt helgi
Í gær, laugardag, skruppum við Reynir niður til Almirante eftir vinnu. Ástæðan fyrir ferðinni var að reyna að saxa eitthvað á innkaupalistann sem ég fékk frá Lupé. Ég hafði sagt við hana að hún ætti endilega að láta mig vita ef það vantaði einhverjar hreingerningargræjur. Ég hélt þó að ég væri búin að koma mér upp nægu af slíku. En nei, það vantaði moppu fyrir veröndina, tröppu til að þrífa gluggana að utan, herðatré og brillo bara til að nefna eitthvað. Við fundum svona helminginn á listanum en restin verður að bíða næstu kaupstaðarferðar. Í rápi okkar um bæinn rákumst við á fiskmarkað þar sem við keyptum rækjur. Þeir feðgar skelflettu því rækjur í dag en flestum öðrum en Íslendingum finnst fínna að kaupa þær í skelinni. Rækjurnar voru svo ljúffengar í rækjupasta a la Nanna Rögnvalds í kvöldmatinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Svakalega lítur hengirúmið girnilega út! Skemmtilegt blogg bíð spennt eftir næstu færslu ;-)
SvaraEyðaFrábært blogg - var komin til Panama í huganum hlakka til að heyra meira
SvaraEyðakveðja til ykkar allra frá okkur í Eikarlundinum Ak (Jóhanna Kristín og co)
Svakalega eruð þið dugleg og ojá girnilegt hengirúm. Mikið er gaman að fylgjas með ykkur hér.
SvaraEyðabestu kveðjur
Commentið hér að ofan frá mér
SvaraEyðaMadda
Gaman að fylgjast með ykkur hérna :-) - hengirúmið virkar mjög freistandi, bestu kveðjur úr Reykjavík, - Anna Soffía
SvaraEyða