sunnudagur, 14. júní 2009

Letidýrið

Það eru strangar reglur um verndun plöntu- og dýralífs í kringum Changuinola fljótið. Til dæmis eru allar orkídeur sem finnast á vinnusvæðinu fluttar í sérstakan reit. Þetta letidýr var engin undantekning frá reglunni. Það uppgötvaðist einn morguninn á miðjum vegi og var hjálpað yfir veginn. Þetta reyndist vera kvendýr sem átti von á afkvæmi.



Þar sem alls ekki má koma við letidýr vegna sýkingarhættu þá var stiku haldið upp við dýrið þannig að það gat gripið um stikuna eins og því er eðlislægt. Letidýrið komst því heilu og höldnu yfir á hinn vegarhelminginn eins og það ætlaði sér.

3 ummæli:

  1. Þú segir að það megi ekki koma við letidýrið vegna sýkingarhættu - þarf þá að verja letidýrið fyrir okkar sýklum eða öfug?

    SvaraEyða
  2. Flær búa góðu lífi í feldi letidýra en þær bera með sér sýkla sem geta borist í menn. Meðferðin við þessum sýkingum er víst mjög sársaukafull.

    SvaraEyða
  3. Ég hélt að smithættan snerist um leti. Meðferð við henni er að sönnu ekki sársaukalaus.

    SvaraEyða