Ég er hins vegar nokkuð ánægð með mig á hlaupabrettinu en þar hleyp ég eftir prógramminu góða frá Mörthu hlaupakonu. Í síðustu viku var brekkuæfing samkvæmt prógramminu svo ég hljóp úti. Ég hljóp 10 sinnum upp boulevardið sem húsið okkar stendur við. Það er ágætisbrekka en það var ennþá um 25-27 stiga hiti þó það væri komið undir kvöld. Ég reyndi þó að halda góðum hlaupastíl svona fyrir nágranana sem fylgdust með úr eldhúsgluggunum.
Þar sem ég á hvorki myndir af mér að hlaupa né að stunda aðra líkamsrækt (til allrar hamingju) læt ég hér fylgja eina mynd sem ég tók í fyrradag af körtu sem var óvenju snemma á ferðinni. Körturnar sér maður helst á kvöldin þegar þær koma upp að húsinu. Þær hoppa um á veröndinni og liggja oft við loftkælinguna. Þær sjá greinilega illa því þær klessa gjarnan á það sem fyrir þeim er. Þessa sá ég hjá garðslöngunni þegar ég ætlaði að fara að vökva blómin eftir vinnu.
Karta í sturtu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli