Hver stenst svona skilti? Alla vega ekki ég. Á skiltið rákumst við á leið okkar yfir „Cordillera Central“ fjallgarðinn sem liggur fyrir miðju landinu norðvestast. Við snarstoppuðum bílinn og könnuðum nánar.

Upp frá veginum lá stígur sem var varla meira en slóði. Hann var brattur, blautur og sleipur (og ég á hvítu töflunum mínum) en forvitnin var óþægindunum yfirsterkari.
Upp frá veginum lá stígur sem var varla meira en slóði. Hann var brattur, blautur og sleipur (og ég á hvítu töflunum mínum) en forvitnin var óþægindunum yfirsterkari.
Fljótlega rakst ég á annað skilti sem sagði mér að við enda stígsins væri „Lost and Found EcoHostel“ sem hljómar eins og umhverfisvænt gistisheimili. Ég ákvað að kíkja á staðinn og hélt áfram upp brattann í um 15 mínútur eða þangað til að ég kom að næsta skilti.
Og síðan að sjálfu gistiheimilinu.
Fyrir ykkur sem eruð að hugsa um að panta herbergi þá fer enginn með venjulega ferðatösku upp slóðann, mesta lagi bakboka.
Alltaf jafn skemmtilegt að lesa innleggin ykkar - býð spennt eftir nýjum innleggjum :-)
SvaraEyðaGaman að þessu umhverfi..og að sjá myndirnar ..kveðja Sibba og Helgi Sn.
SvaraEyðaFrábært að lesa bloggið ykkar,,,,, JÚ auðvitað fattaði ég nokkru seinna hver þið voruð ; )
SvaraEyðaHefði ekki viljað vera í jarðsjkálftanum, ég hef bara upplifða einn og það var í Ólafsfirði, man mest eftir því að hafa verið rifinn úr kojunni og við Himmi drifin út í Syðstabæ til að tékka á gömlu hjónunum, og mér til undrunar þá var amma Pála hjá afa Helga í hans rúmi,,, og það hafði ég ekki séð áður og fanst öllu merkilegra en sjálftinn.
kveðjur héðan frá Edinborg
Freyja Dana