föstudagur, 10. júlí 2009

Hrollurinn

Tveir merkisatburðir urðu í dag, tveimur og hálfum mánuði eftir að ég kom hingað. Þó margt hafi gerst þá er alltaf eitthvað sem gerir daginn eftirminnilegan.

Ég fer snemma á morgnana í vinnuna. Í morgun var klukkan tíu mínútur í sex og sólin var við að koma upp. Mér var svona hrollkalt á leiðinni í bílinn enda snemma morguns. Leit á hitamælinn í bílnum og sá að þetta var nýtt kuldamet hérna, 22° C. Ekki furða að maður sé sleginn hrolli við svona kuldaköst.

Síðari atburðurinn varð rétt fyrir hádegið og var þá mesti hrollurinn farinn. Nema hvað, ég er að aka til baka á skrifstofuna frá vinnusvæðinu þegar eiturslanga “stekkur” fyrir bílinn. Ég næ ekki að stöðva og slangan fer undir bílinn en sleppur við dekkin og smýgur inn í grasið til hliðar við veginn. Það sá ég í baksýnisspeglinum. Þetta var mjó (eins og góður fingur) en löng slanga græn á litinn. Hvað á ég að segja, 1,20-1,40 metrar í minningunni. Örugglega græn Mamba eða eitthvað álíka ægilegt. Þetta er þó fyrsta slangan sem ég sé síðan ég kom.

Það er nú varla meira á mann leggjandi svona á venjulegum föstudegi

2 ummæli:

  1. Ég skil alveg að það sé hægt að fá hroll kl sex að morgni þó að hitinn hafi verið 22 gráður ;-) enda þekkt kuldaskræfa.

    En þetta með grænu slönguna sem stökk í veg fyrir bílinn hef ég ALDREI upplifað enda ekki séð margar slöngur :-) þú hefur væntanlega vaknað vel við þetta atvik!

    SvaraEyða
  2. Það er nú að sljákka í hitatölum hér Akureyri ,enda búið að vera gott,en að "vakna" við græna slöngu á leið í vinnuna,,oj bara,það setur að mér hroll við þá tilhugsun,,það hefur verið gott að vera í bíl !......Kveðja Sibba og Helgi,.,.

    SvaraEyða